nýjustu greinarnar

Author Archives: draumabarn

nammidagar

Hverjum hlakkar ekki til að trítla inn í Hagkaup eða aðrar verslanir á laugardögum, grípa stóran glæran plastpoka og troðast á milli fólks til að komast í nammihillurnar? Þetta var venjan hér á þessu heimili, en þegar ég fór með dömuna mína einn laugardaginn í janúar í nammileiðangur runnu á mig tvær grímur. Ég þurfti að berjast til að komast ... Read More »

Í dag var staðfest á bráðamóttöku kvennadeildar mín versta martröð

Í dag var staðfest á bráðamóttöku kvennadeildar mín versta martröð, 10 vikna fóstrið mitt er látið. Sorg mín er ólýsanleg. Ég og unnusti minn ákvaðum fyrr á árinu að reyna að eignast barn, ég hætti á getnaðarvarnarpillunni og 3 mánuðum síðar kom jákvætt þungunarpróf, ég pantaði tíma í snemmsónar sem var um það bil þegar ég átti að vera komin ... Read More »

Gjafaegg

hæhæ Lilian heiti ég og langar að skrifa nokkur orð frá minni reynslu. Ég og maðurinn minn erum búin að vera ca 3 1/2 ár saman og gift í rétt rúm 2.ár. Við erum búin að vera að reyna að eignast barn í um 2 1/2 ár en ekkert gengið. Ég er með blöðrur á eggjastokkunum sem hindrar að ég ... Read More »

Helena Dís fædd 25/10/13

Helena Dís fædd 25.10.13 15merkur og 51cm. Var kominn 39vikur+1 þegar þetta byrjaði, það var 8:00 um morgunninn(24.okt) sem verkirnir byrjuðu þeir voru strax á 5mín fresti en voru alls ekki slæmir. Ég var að vakna með kærastanum því hann var á leiðinni í skólann. Mér datt í hug að þetta væri að byrja og sagði honum að þetta væru ... Read More »

Bakstur og skraut

Nú er nóvember mánuður hálfnaður og margir eru farnir að huga að jólunum. Skammdegið er komið í allri sinni mynd og við förum út á morgnanna í myrkri og komum heim í myrkri. Ef þetta er ekki tíminn til að njóta þess að vera í huggulegheitum með börnunum við kertaljós þá veit ég ekki hvað. Ef okkur finnst þessi tími ... Read More »

Þroskastig barna

Þroska barna má skipta í mismunandi þroskaskeið. Hvenær og hversu lengi hvert barn er á hverju þroskastigi fer eftir barninu sjálfu, umhverfi þess og hvað barnið sjálft er fljótt að læra. Þegar það hefur náð valdi á einu atriði er það tilbúið í það næsta. Dæmi um þroskaferli barns. -          Barnið verður til dæmis að læra að halda höfði áður ... Read More »

Svefn barna

Góður svefn er undirstaða vellíðunar okkar. Úrvinda af þreytu eigum við erfiðara með að takast á við tilveruna. Það sama gildir um börn. Í stað þess að verða syfjað, aðlagast barn þreytu með pirringi, suði, sífri og erfiðri hegðun. Það getur jafnvel orðið svo upptendrað að foreldrarnir misskilja hegðun þess og stytta daglúrinn eða taka hann af barninu. Svefnþörf er ... Read More »

Andleg líðan eftir fæðingu

Andleg vanlíðan eftir fæðingu Margir gera sér hugarlund að mikil hamingja ríki á heimilum nýbakaðra foreldra og að þeir séu alsælir með lífið og tilveruna. Strax eftir fæðinguna upplifa flestar konur mikinn léttir, stolt og hamingju. Meðgangan sem reynist mörgum konum erfið, einkum er líður á, er að baki. Síðan er barnið fætt og hvað tekur við? Ánægjulegir dagar foreldra ... Read More »

Mjaðmagrindarverkir á meðgöngu

Á meðgöngu mýkjast öll liðbönd líkamans vegna þeirra hormónabreytinga sem eiga sér stað. Þessar breytingar valda auknum hreyfanleika í öllum liðum líkamans, einkum í mjaðmagrindinni sem gefur eftir til að opna fæðingarveginn. Auk þess verður breyting á líkamsstöðu og þungdaraukning á sér stað þegar líður á meðgönguna sem leiðir til aukins álags á blóðrás, liði og liðbönd líkamans. Í rannsóknum ... Read More »

Barnalán – Ættleiðingaferli

Við höfðum nýlokið okkar fyrstu ( og einu) glasameðferð, sem mistókst, þegar við tókum ákvörðun um að ættleiða barn. Ákvörðunin var ekki erfið því fyrir okkur var glasameðferðir ekki eitthvað sem okkur langaði að gera aftur.  DNA var heldur ekki eitthvað sem skipti okkur máli og okkur var sama hvaðan gott kom. Við þráðum að eignast barn. Meðganga og fæðing ... Read More »