nýjustu greinarnar

Andleg líðan eftir fæðingu

Andleg vanlíðan eftir fæðingu

Margir gera sér hugarlund að mikil hamingja ríki á heimilum nýbakaðra foreldra og að þeir séu alsælir með lífið og tilveruna. Strax eftir fæðinguna upplifa flestar konur mikinn léttir, stolt og hamingju. Meðgangan sem reynist mörgum konum erfið, einkum er líður á, er að baki.

Síðan er barnið fætt og hvað tekur við? Ánægjulegir dagar foreldra og barns eða grár hversdagsleikinn með vaxandi annríki, amstri og þreytu? Sannleikurinn er sá að andleg vanlíðan kvenna er mun algengari stuttu eftir fæðingu en æa öðrum tímabilum ævinnar. Engar einhlítar skýringar eru á því, hvers vegna andleg líðan kemur fram á þeim tímapunkti þegar það er mikil gleði og hamingja. Ýmsir telja að það tengist hormónabreytingum sem eiga sér stað í líkama kvenna eftir fæðingu, ásamt sálrænum og félagslegum þáttum. Einnig getur verið að konan hafi verið þunglynd áður, sé óörugg í foreldrahlutverkinu, hvílist ekki nóg, barnið sé óvært eða að stuðningur sé enginn. Einnig að fjölskyldumynstrið í þjóðfélaginu í dag geri það að verkum að móðirin með nýfætt barn sitt einangrist á heimilinu.

Vanlíðan og þunglyndi eftir fæðingu er yfirleitt skipt í 3 flokka

 1. 1.       Sængurkvennagrátur
 2. 2.       Fæðingarþunglyndi
 3. 3.       Fæðingarsturlun

Sængurkvennagrátur

Er vægt þunglyndi eða depurð sem meira en helmingur kvenna upplifir fyrstu dagana eftir fæðingu. Lýsir sér þannig með miklum tilfinningasveiflum, viðkvæmni, önuglyndi, gráti án sérstakra ástæðu og/eða mikilli þreytu fyrstu dagana á eftir. Einnig getur komið fram almennur kvíði, svefntruflanir og breyting á matarlyst. Gráturinn er samt helsta einkennið. Sængurkvennagrátur er ekki alvarlegt mein og gengur fljótt yfir. Miklu máli skiptir er að konan fái góða hvíld og skilning sinna nánustu.

Fæðingarþunglyndi

Kemur fram hjá 10 – 15% kvenna eftir fæðingu. Fæðingarþunglyndi kemur fram hjá konum á ólíkan hátt. Það kemur fram á fyrstu mánuðum eftir barnsburð og getur varað í marga mánuði. Margar konur gera sér ekki grein fyrir því, jafnvel ekki fyrr en mörgum árum síðar, að sú vanlíðan sem þær upplifuðu á sínum tíma, var í raun fæðingarþunglyndi.

Einkenni

 • Geðlægð/dapurleiki
 • Einbeitingarörðuleikar
 • Svefntruflanir
 • Breyting á matarlyst
 • Kyndeyfð
 • Þráhyggjuhugsanir, t.d. hrædd um að gera barninu mein
 • Vanmáttarkennd, dérstaklega hvað varðar umönnun barnsins.
 • Sjálfsvígshugsanir
 • Óraunhæfar áhyggjur af heilsu barnsins
 • Einangrun

Sjálfshjálp og meðferð fæðingarþunglyndis

Er eins og við aðrar tegundir þunglyndis, mismunandi eftir hversu alvarlegt það er. Við vægari einkennum dugar sjálfshjálp ágætlega

 • Þiggja hjálp þegar hún býðst hjá fjölskyldu og vinum
 • Leggja þig á daginn og fara snemma að sofa.
 • Hreyfa þig, fara í göngutúra eða aðra líkamsrækt.
 • Slökun er einnig mikilvæg
 • Borða hollan mat
 • Forðast stórar ákvarðanir og meiriháttar breytingar
 • Talaðu við aðra og tjáðu þeim tilfinningar þínar

En við erfiðari einkennum þarf sérhæfðari astoð eins og samtalsmeðferð eða lyfjameðferð. Hikaðu ekki við að tala við þinn hjúkrunarfræðing og fara eftir hans leiðbeiningum. Einnig geturu haft samband við þinn heimilislæknir eða sérfræðing á þessu sviði.

Fæðingarsturlun

Er sjaldgæfasti og jafnframt alvarlegasta form fæðingarþunglyndis, sem kemur fyrir hjá einni til tveimur konum á hverjum þúsund eftir fæðingu. Veikindin byrja oft skyndilega nokkrum sólarhringum eftir  fæðingu, en þeirra geta einnig orðið vart allt að 3 mánuðum eftir fæðingu. Fyrstu einkenni eru oftast eirðaleysi, önuglyndi, svefnleysi  og ranghugmyndir. Þetta er afaralvarlegt ástand, þar sem konan er mjög veik á geði og er hún ófær um að sinna sjálfri sér og barni sínu. Í slíkum tilfellum þarf læknismeðferð á sjúkrahúsi að koma til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>