nýjustu greinarnar

Svefn barna

Góður svefn er undirstaða vellíðunar okkar. Úrvinda af þreytu eigum við erfiðara með að takast á við tilveruna. Það sama gildir um börn. Í stað þess að verða syfjað, aðlagast barn þreytu með pirringi, suði, sífri og erfiðri hegðun. Það getur jafnvel orðið svo upptendrað að foreldrarnir misskilja hegðun þess og stytta daglúrinn eða taka hann af barninu.

Svefnþörf er mismunandi:

0 – 4 mánaða     16 klukkustundir

4 – 6 mánaða     15 klukkustundir

1 árs                      14 klukkustundir

2 – 4 ára               11 -13 klukkustundir

5 – 16 ára            9 – 11 klukkustundir

Svefn

Svefn er skipt í djúpan svefn og léttan svefn. Það sem einkennir svefn nýbura er hið háa hlutfall létts svefns en hann er talin vera mikilvægur fyrir þroska heilans. Börn vakna auðveldlega upp að léttum svefni og þau geta jafnvel vaknað við það eitt að fara úr léttum svefni í djúpan. Það getur tekið 6 – 30 mín fyrir nýfædd börn að festa svefn. Með aldrinum eykst hlutfall djúpa svefnsins.

Djúpur svefn:

  • Öndun og hjartsláttur rólegur
  • Fáar líkamshreyfingar
  • Engar augnhreyfingar
  • Draumleysi

Léttur svefn:

  • Miklar augnhreyfingar
  • Tíðar líkamshreyfingar
  • Hjartsláttur og öndun hröð
  • Hjá nýburum sjást soghreyfingar og bros draumar

Svefntruflanir

Svefntruflanir eru að mati foreldra eitt algengasta hegðunarvandamál barna undir 1 árs aldur. Talað er um að svefntrufllanir þegar erfitt er að svæfa barnið, það sefur á óreglulegum tímum, eða vaknar oft að næturlagi.

 

Osakir svefntruflana

Líffræðilegir þættir

Segja má að líkamsklukkan sé ákveðin stöð sem stjórnar sólarhringjshrynjanda. Talið er að við 3ja ára aldur læri börnin að stjórna dag – og nætursveiflum. Það að pissa undir getur truflað svefninn. Undirmiga telst ekki vandamál fyrr en eftir 4 ára aldur.

Umhverfisþættir

Þar má nefna hitastig í herbergi, lélega dýnu, hávaða, óróleiki, of mikila birtu o.s.frv.

Ummönnun – viðbrögð foreldra

Nánast öll börn undir 2ja ára aldur vakna nokkrum sinnum yfir nóttina. Flest sofna án þess að vekja foreldra sína eða systkini. Sumir foreldrar þurfa að læra að gefa barninu sínu tækifæri til þess að róa sig sjálft og sefa. Ekki hlaupa allt og fljótt til þegar barnið ambrar eða grætur. Það getur tekið tíma að venja barn af skjótri þjónustu sem í raun hefur kannski truflað það við að hugga sig. Ungabörn eru næm á líðan og látbragð foreldra sinna. Barn skilur það fljótt þegar foreldrar hafa ákveðið að koma reglu á svefn þess.

Flest börn þarfnast mikillar reglu í sínu daglega lífi. Stundum gengur illa að láta börn sofa annarsstaðar en heima hjá sér. Smá ferðalag getur til að mynda raskað annars ágætum svefnvenjum hjá regluföstum börnum. Önnur börn hinsvegar sofa alla nóttina annars staðar en heima hjá sér.  Ekki er óalgengt að börn sofi upp í rúmi hjá mömmu og pabba. Mörgum foreldrum finnst það í lagi en ber að hafa í huga að vítahringur getur skapast síðar meir þannig að barnið þorir ekki að sofa nema hafa foreldrana sér við hlið.

Veikindi

Það er eðlilegt að veikindi trufli svefn barnsins. Ástæður fyrir því að barn sefur illa geta verið t.d: hægðatregða, eyrnabólga, bakflæði frá vélinda, þvagfærasýking, njálgur, exem, ofnæmi, öndunarfærasýkingar og jafnvel stórir nef- og hálskirtlar. Börn geta greinst með kæfisvefn allt frá nokkra mánaða aldri. Þá hægir barnið á önduninni en yfirleitt fylgja ekki eins miklar hrotur og hjá fullorðnum.

Ef barnið er að vakna á nóttu, er rétt að ganga úr skugga um að ekkert ami að því. Sé ekkert að barninu ætti að leyfa því að sofna sjálft, helst í sínu eigin rúmi. Hafa festu ásamt hlýju og ró stuðlar að velíðan og eykur öryggiskennd barnsins. Ung börn lesa í líkamstjáningu og tóntegund orða fremur en orðin sjálf. Foreldrar og aðstandendur þurfa að vera samtaka og sýna úthald. Gott er að leita af stuðningi hjá heilsugæsluhjúkrunarfræðingnum eða lækni til að fá frekari ráð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>