nýjustu greinarnar

Þroskastig barna

Þroska barna má skipta í mismunandi þroskaskeið. Hvenær og hversu lengi hvert barn er á hverju þroskastigi fer eftir barninu sjálfu, umhverfi þess og hvað barnið sjálft er fljótt að læra. Þegar það hefur náð valdi á einu atriði er það tilbúið í það næsta.

Dæmi um þroskaferli barns.

-          Barnið verður til dæmis að læra að halda höfði áður en það getur reist sig upp.

-          Lærir að hafa stjórn á öxlum áður en það lærir fínhreyfingar í fingrum.

-          Það hjalar og lærir hvað orðin þýða áður en barnið getur talað.

Þroskaferli hjá börnum er missjafnt. Hversu hratt hvert barn flytur sig á milli þroskaskeiða fer eftir barninu sjálfu og getur það verið mjög breytilegt á milli barna. Þess vegna á ekki alltaf við að bera jafngömul börn saman og oft erfitt að segja hvað er  ,,eðlilegt“ og hvað sé ,,óeðlilegt“. Sum börn eru til dæmis farin að ganga um 10 mánaða á meðan önnur ekki fyrr en um 13 mánaða og telst þetta vera innan eðlilegra marka. Erfðir og umhverfi og jafnframt lundafar barnsins hafa mikið að segja um þroska þess. Veikindi draga úr og jafnvel hægir á þroska þess tímabundið.

Þroskaskeiðin skiptast í:

-          HreyfiÞroska, Þ.e. hvernig barnið lærir smám saman

-          að stjórna hreyfingum líkamans

-          Vitsmunaþroska, þ.e. hvernig hugsun, þekkingu og

-          skilningi fleygir fram

-          Málþroska, þ.e. hljóðamyndun sem síðar breytist í orð

-          og setningar

-          Tilfinningaþroska, þ.e. hvernig barnið lærir að tjá

-          tilfinningar sínar og stýra þeim

-          Félagsþroska, þ.e. félagsleg samskipti barnsins við aðra.

Hvatning

Leikur er mikilvægur í þroska barnsins. Hann mótar skyn barnsins, hreyfifærni og andlegt atgervi. Barnið nýtur sín í leik, fullnægjir hreyfiþörf sinni og hugmundarflugi og fá útrás fyrir sinni sköpunarþörf. Því finnst skemmtilegt að leika sér. Það túlkar tilfinningar sínar. Það lærir að dunda  og hafa ofan fyrir sér.  Lærir að samhæfa auga og hönd, hvernig hlutirnir virka. Í leiknum eykst sjálfstraust og frumkvæði. Þess vegna er hvatning svo mikilvæg. Leyfa barninu að njóta sín í augnablikinu.

Í hópi lærir barnið að aðlaga sig og taka tillit til annarra. það kynnist því að tilheyra hópi utan heimilis. Barnið fylgist með því sem er að gerast í kringum það, notar hugarflugið og þroskar með sér sín sérstöku áhugamál og eiginleika.

Það skiptir miklu máli að barnið sé hvatt til þess að læra þegar það er tilbúið til þess. Forvitni var okkur gefið í vöggugjöf og er okkur mjög mikilvæg. Barnið lærir með því að rannsaka.  Það má vera að barnið sé mörgum gáfum gætt, en höfuðatriðið er þó hvað það gerir við þær, hvernig því nýtist það sem það fékk í vöggugjöf. Þar má gefa stuðning, þá hvatningu sem þarf til að barnið fái notið sín.

 

Heimildir

Bæklingur; maður með mönnum. Eftir Unni Guttormsdóttir sjúkraþjálfara.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>