nýjustu greinarnar

Bakstur og skraut

Nú er nóvember mánuður hálfnaður og margir eru farnir að huga að jólunum. Skammdegið er komið í allri sinni mynd og við förum út á morgnanna í myrkri og komum heim í myrkri. Ef þetta er ekki tíminn til að njóta þess að vera í huggulegheitum með börnunum við kertaljós þá veit ég ekki hvað.

Ef okkur finnst þessi tími erfiður þar sem sólin er á hverfanda hveli, hvernig ætli litlu krílunum okkar líði þá? Skammdegið er tilvalinn tími til að njóta með börnunum og nauðsynlegt er að leyfa þeim að vera með í jólaundirbúningnum. Við megum ekki gleyma að bestu gjafirnar eru þær sem koma frá hjartanu og sérstaklega þær sem koma frá einlægum og velviljandi kraftaverkunum okkar.

Á þessu heimili er jólaundirbúningurinn kominn á fullt, ég hef einsett mér að leyfa dóttur minni að taka þátt í eins miklum undirbúningi og mögulegt er. Ég hef alltaf skreytt jólapakkana með skrauti, seinustu jól voru pakkarnir skreyttir með litlum jólakúlum sem ég fékk í IKEA (http://www.ikea.is/products/18564). Það er ótrúlegt hvað lítið skraut getur gert mikið og pakkarnir urðu þeim mun sérstakari fannst mér. Þessi jól langar mig að fara í persónulegri átt og ákvað að fá dóttur mína sem er að verða þriggja ára með mér í undirbúninginn.

Eftir smá hugsun var ákveðið að búa til pakkaskraut úr saltdeigi og fann ég frábæra uppskrift á vefsíðu Maríu Kristu (http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/2013/10/bakstur-0-kolvetni-100-glei.html) fyrir saltdeig:

Saltdeig

400 g salt

300 g hveiti

250 ml vatn

hveiti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta gæti ekki verið einfaldara, öllu smellt í skál og hrært saman.

hnoda

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deigið svo hnoðað saman í góða kúlu. Ekki vera spör á hveitið en deigið á að vera aðeins blautt svo það komi ekki sprungur í það þegar þið fletjið deigið út.

barn

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Svo er ekkert nema gleðin. Það þarf að hafa vel af hveiti undir deiginu svo það festist ekki við borðið. Fletjið út deigið og skerið út alls konar form, sniðugt er að nota piparkökuform eða formin sem koma með leirnum sem sumar eiga fyrir börnin. Gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn! Einnig er hægt að nota alls konar hluti til að búa til mynstur, gömul blúnda eða gaffall getur sett skemmtilegan svip á sköpunarverkin ykkar.

kokur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Raðið svo útskornu saltdeiginu á bökunarplötu. Bakið við 100°C í 2-3 tíma eða látið það þorna við stofuhita, það er gott að snúa hlutunum við einu sinni á baksturstíma.

hengja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Fallegt, einfalt og fullkomið pakkaskraut tilbúið fyrir jólapakkana og það besta við þetta allt. Búið til eftir dótturina. Gleðin að fá að vera með er það sem skiptir öllu máli.

Það er hægt að leyfa börnunum að mála skrautið þegar það er kólnað en einnig er hægt að lita deigið með matarlit áður en það er skorið út ef þið eigið ekki málningu, munið bara að við bakstur lýsist deigið upp þannig að liturinn verður alltaf daufari.

Þetta eru yfirleitt hlutir sem við eigum heima og alveg frábær leið til að eiga stund með börnunum í skammdeginu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>