nýjustu greinarnar

Gjafaegg

hæhæ

Lilian heiti ég og langar að skrifa nokkur orð frá minni reynslu.
Ég og maðurinn minn erum búin að vera ca 3 1/2 ár saman og gift í rétt rúm 2.ár.
Við erum búin að vera að reyna að eignast barn í um 2 1/2 ár en ekkert gengið.
Ég er með blöðrur á eggjastokkunum sem hindrar að ég fái egglos.
Erum búin að reyna hormónagjöf, einu sinni í tæknifrj. og núna síðast í glasafrj.
Ég fékk aðeins eitt egg, sem var notað en ekkert var hægt að nota til að frysta.
Glasameðferðin gekk ekki upp.
Núna erum við að íhuga þá leið að fá gjafaegg til notkunar.
Ætlum að kynna okkur það nánar.
kv Lilian og Axel