nýjustu greinarnar

Notendaskilmálar

Notendum ber að samþykkja þessa skilmála vilji þeir nota spjallið. Spurningum skal beint ádraumaborn@draumaborn.is.

 1. Allt baktal er bannað á spjallinu.
 2. Notendum ber að virða aðra og skoðanir þeirra.
 3. Allar persónuárásir og meinyrði eru bönnuð.
 4. Á spjallinu skal ríkja trúnaður, bæði innan lokaðra hópa og á spjallinu öllu. Ekki er leyfilegt að ræða það sem fram á spjallinu eða hittingum við utanaðkomandi, ekki einu sinni við maka eða vini.
 5. Bannað er að setja inn þræði eða innlegg sem eru viljandi gerð til að æsa upp eða móðga aðra notendur.
 6. Bannað er að setja inn persónuupplýsingar um aðra. Ekki má setja inn persónuupplýsingar um aðra, sem gera má ráð fyrir að aðilinn sem rætt er um, myndi ekki vilja að sendar væru inn. Þetta á við upplýsingar eins og heimilisföng og símanúmer og annað slíkt.
 7. Samskipti milli notenda og stjórnenda um viðvaranir, bönn eða aðrar refsingar eru einkamál og bannað er að setja slíkt inn á spjallið. Ef notendur vilja spyrjast fyrir um slíkt er hægt að senda tölvupóst ádraumaborn@draumaborn.is.
 8. Bann án viðvörunar getur hlotist af eftirfarandi: Að pósta hótunum eða meinyrðum. Sama á við um alvarleg trúnaðarbrot.
 9. Það að pósta mörgum þráðum um sama efni er bannað og öllum nema einum verður eytt.
 10. Að byrja marga þræði á skömmum tíma, hvern um sig um minni háttar hluti (spamming) verður til þess að þræðirnir verða sameinaðir í einn. Við ítrekuð brot verða viðvaranir gefnar.
 11. Það að látast vera annar notandi eða stjórnandi, með hvaða hætti sem er, t.d. með því að nota svipað notandanafn eða undirskrift, verður til þess að bæði notendur og IP tölur notanda verða bönnuð.
 12. Taka skal tillit til nýrra notenda, sem hugsanlega þekkja ekki venjur og sögu spjallsins.
 13. Ekki má setja inn auglýsingar annars staðar en í auglýsingadálkinn. Í undirskrift má vera einnar línu auglýsing með smáu letri. Fyrirtæki mega þó ekki auglýsa á þennan hátt.
 14. Keðjubréf eða álíka má ekki setja inn. Auglýsingar á svokölluðum “píramíta” eða “Ponzi” kerfum er bönnuð nema aðeins sé verið að selja vöruna en ekki reyna að ráða sölumenn.
 15. Jákvæð gagnrýni er af hinu góða. Ef þú hefur hinsvegar ekkert jákvætt að segja, er oftast betra að segja ekki neitt.
 16. Félagið Draumabörn getur ekki undir neinum kringumstæðum borið ábyrgð á orðum og athöfnum notenda og tekur ekki ábyrgð á neins konar tjóni sem að notandi eða aðrir kunnu að hafa af völdum spjallsins. Allir notendur taka ábyrgð á eigin orðum og gjörðum.
 17. Við áskiljum okkur rétt á að taka út eða læsa umræðum sem að við teljum ekki við hæfi eða brjóta á einhvern hátt reglur spjallsins. Einnig áskiljum við okkur rétt til að banna hvern sem er, með eða án ástæðu.
 18. Bönn ber að virða. Ef notandi verður uppvís að því að setja inn innlegg fyrir bannaðan notanda eða á einhvern hátt leyfa hinum bannaða að koma skilaboðum á framfæri í gegnum spjallið, verður sá hinn sami bannaður jafn lengi og sá sem hann aðstoðar.
 19. Ekki má undir neinum kringumstæðum skrá sig inn á notandanafn annara. Einnig ber notendum að halda sýnum lykilorðum fyrir sig. Lokað verður á hvern þann sem skráir sig inn á aðra notendur með eða án leyfis eða leyfir öðrum að skrá sig inn á sitt notandanafn.
 20. Ef notandi sér innlegg sem brýtur gegn þessum reglum, ber honum skylda til að nota “Tilkynna innlegg” linkinn í því innleggi til að láta stjórnendur vita.
 21. Allt sem brýtur gegn hegningalögum, sérstaklega “XXV. kafli. Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs.” er bannað og getur leitt til banns án viðvörunar. Undir þetta falla fordómar gegn þjóðfélagshópum, o.fl.

Sérstakar reglur gilda um þáttöku í lokuðum hópum.

Eftirlit

Bæði stjórn Draumabarna og meðstjórnendur fylgjast með að reglum sé fylgt allstaðar á spjallinu. Öll ritstjórn, refsingar og viðvaranir koma frá stjórnendum, en meðstjórnendur hafa ekki heimildir til að sjá um slíkt. Eftirlit meðstjórnenda kemur ekki í stað eftirlits stjórnenda.

Athugasemd um trúnaðarskyldu:

Þó að trúnaður sé meginregla á spjallvef Draumabarna, gilda landslög Íslands ávallt ofar notendaskilmálum þessum. Við viljum sérstaklega benda á tilkynningaskyldu í barnaverndarmálum, en í 16. gr laga nr. 80/2002, stendur:

16. gr. Tilkynningarskylda almennings.
Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.
Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða.


Einnig er það sjónarmið okkar að hótanir, sem falla undir 233. gr. laga nr. 19 frá 1940 (Almenn hegningarlög), falli ekki undir trúnaðarregluna og eigi undantekningalaust að vera tilkynntar til lögreglu og stjórnenda. Þar stendur:

233. gr. Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.


Sjálfsvígshótanir:

Ef notandi sér innlegg þar sem einhver hótar að skaða sjálfa sig, ber öllum notendum að tilkynna stjórnendum það tafarlaust. Að auki er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 112 eða Hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717, en við minnum á mikilvægi þess að láta stjórnendur (draumaborn@draumaborn.is) ávallt vita af slíkum tilfellum þar sem við höfum upplýsingar sem geta gagnast yfirvöldum í slíkum málum.
Í þessum tilvikum á trúnaðarskylda að sjálfsögðu ekki við í samskiptum við yfirvöld eða Hjálparsíma Rauða krossins. Trúnaðar skal samt gætt að öðru leyti varðandi mál sem þessi, enda eru þetta mál af viðkvæmasta tagi.
Ekki hika eða bíða, því að líf geta verið í húfi.

Viðmiðanir um lengdir banna:

Bönnum og viðvörunum er úthlutað af stjórnendum vegna reglubrota notenda. Almennt eru notendur settir í 7 daga bann við 3. viðvörun, 30 daga bann við 6. viðvörun og eilífðarbann við 7. viðvörun. Þetta eru þó aðeins viðmið og stjórnendur geta sett notendur í umsvifalaust bann ef reglubrot eru alvarleg.

Viðmiðunarreglur um þáttöku í spjallinu:

Spjall Draumabarna er sérstakt að því leyti að hérna tala notendur oft um mjög persónuleg og viðkvæm mál. Vegna þessa höfum við sett reglur um lágmarks þátttöku í spjallinu.

 • Ef notandi hefur ekki tekið þátt í umræðum 1 mánuð eftir að hann skráir sig á spjallið þá er notandanum eytt án viðvörunar.
 • Ef að notandi er með minna en 10 pósta og hefur verið skráður á spjallið í meira en mánuð eða hefur ekki skráð sig inn á spjallið í meira en 90 daga þá er notandanum eytt án viðvörunar. En auðvitað er hægt að láta okkur vita ef það er verið að fara í langt frí.
 • Ef að notandi með minna en 300 pósta hefur ekki skráð sig inn í 6 mánuði og ekki látið vita af sér þá er notandanum eytt án viðvörunar.
 • Ef að notandi með meira en 300 pósta hefur ekki skráð sig inn í 12 mánuði og ekki látið vita af sér þá er notandanum eytt án viðvörunar.

Til að fá að vera með þarf að taka þátt í umræðum og vera virkur notandi, út á það gengur þetta spjall.

 

Við áskiljum okkur rétt á því að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.