nýjustu greinarnar

Reglur í lokuðum hópum

 

Reglur í lokuðum hópum Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Um þig

Í öllum lokuðum hópum er kynningarþráður. Í þeim skal gefa upp rétt fullt nafn við inngöngu. Einnig er mælst til þess að notendur breyti notendanafni sýnu í sitt rétta nafn og/eða setji það í undirskrift, en það er þó ekki skylda.
Undantekning frá þessu er í PCOS, Englarnir okkar og Memma. Einnig er undantekning frá þessu í bumbuhópum, þar sem leyfilegt er að koma fram undir dulnefni fram til 15. viku meðgöngu, en þá skal setja fullt nafn í kynningarþráðinn.
Í hópum þar sem innganga byggist á aldri, skal einnig setja fæðingardag og ár.
Notendur hafa viku frá því að fá aðgang að hóp þar til að þeir verða að hafa kynnt sig í kynningarþræði. Þeir sem ekki hafa kynnt sig eftir að tíminn er liðinn eiga á hættu að vera fjarlægðir úr hópnum.

Trúnaður

Við minnum á það að það sem er sagt innan hópsins á ekki að ræða utan hans. Innan hópsins gildir trúnaður líkt og á spjallinu sjálfu.

Reglur um virkni

Virkni notenda í svona hópum skiptir máli til þess að hafa spjallið sem persónulegast og þess vegna er fylgst með virkni notenda. Tilgangur þessara reglna er að vernda einkalíf notenda og að tryggja að eingöngu notendur sem taka þátt í spjallinu hafi aðgang.
Til að teljast virkur í hóp þarf að setja inn 15 innlegg á mánaðartímabili. Innleggin þurfa að vera innihaldsrík og taka þátt í umræðunni. Innleggin þurfa einnig að vera dreifð yfir mánuðinn, en sem dæmi má nefna að það að setja inn 15 innlegg á einum degi, einu sinni í mánuði telst ekki til þátttöku.
Þessar reglur eru til viðmiðunar, lokaákvörðun um hvað telst tik virkni er í höndum stjórnenda.  Notendum sem ekki teljast virkir er vísað úr hópnum. Það er þó hægt að sækja um aftur ef að viðkomandi sýnir vilja til að vera virkur og taka þátt í spjallinu en hver notandi fær þó aðeins 3 tækifæri og þá hafa meðstjórnendur hópsins heimild til að synja um endurinngöngu í hópinn.

Að lokum hvetjum við alla til þess að kynna sér notendaskilmála spjallsins og fara eftir þeim. Við minnum notendur einnig á að hafa samband við stjórnendur á draumaborn@draumaborn.is eða nota “Tilkynna stjórnendum” hnappinn sem að er við hvert innlegg ef að þeir verða vitni af reglubrotum.

Eftirlit

Bæði stjórn Draumabarna og meðstjórnendur fylgjast með að reglum sé fylgt allstaðar á spjallinu. Öll ritstjórn, refsingar og viðvaranir koma frá stjórnendum, en meðstjórnendur hafa ekki heimildir til að sjá um slíkt. Eftirlit meðstjórnenda kemur ekki í stað eftirlits stjórnenda.