nýjustu greinarnar

Fæðingarsaga Natalíu Daggar

Natalía Dögg fædd 13.desember 2007 kl 23:45 2945gr & 48cm
Þann 13.desember 2007 er ég heima að reyna að klára að pakka inn jólagjöfum á meðan Brynjar maðurinn minn er í vinnunni. Þegar Brynjar er búinn að vinna förum við í bankann og þar hitti ég vinkonu mína sem spyr hvort krílið sé ekki að koma, en ég segi “nei, ætli ég verði ekki upp á fæðingadeild á aðfangadag.”

Um kl.16:00 förum við í heimsókn til ömmu mína og afa sem búa á Spáni og kl.16:30 fer ég að fá verki í bakið, en ég er nú ekki að segja neinum frá því því ég er með ónýtt bak og þetta voru nú bara venjulegir verkir fyrir mig.

Þegar heim er komið kl. 19 fer Brynjar og eldar mat handa okkur og ég sit á gólfinu og pakka inn jólagjöfum.
Um kl. 20 fara verkirnir að verða meiri og ég fer bara í bað og vá, mér leið svo vel þar. Svo kemur vinkona mín í heimsókn um kl. 22 og þá eru verkirnir orðnir svolítið slæmir, en ég neita að trúa því að ég sé að fara að eiga en loks rekur hún okkur af stað. Við erum komin upp á fæðingardeild kl. 23 og ég er sett í monitor og jú, ég er komin með hríðir og 4 í útvíkkun og við erum send inn á fæðingardeild, en þá eru verkirnir orðnir mjög sárir og ég fæ nálastungur sem hjálpuðu mikið og svo er ég alveg að drepast úr verkjum og sendi Brynjar að tala við ljósmóðirnar sem var að reyna að skrá mig inn.

Nú vildi ég fá mænudeyfingu, en ljósmóðirin kemur og tékkar á útvíkkun og segir því miður þú getur ekki fengið mænudeyfingu þú ert kominn með 10 í útvíkkun. Rétt áður en kollurinn kemur, koma mamma mín og mágkona mín sem er ljósmóðir sem átti að taka á móti barninu. Sjö mínútum frá fyrsta rembing kemur þessi yndislega stelpa í heiminn, sem sagt kl 23:45 og mældist 2945gr og 48cm. Þegar ljósmóðirin er búin að sauma tvö spor fer hún fram að skrá mig inn og biður mig að skipta um föt því ég var nú bara ennþá í fötunum mínum. Við fórum inn á hreiður og vorum þar fyrstu nóttina og fórum svo heim kl. 12 daginn eftir.

Litla rúsinan okkar fékk síðan nafnið Natalía Dögg þann 12.janúar 2008

Móðir: Guðrún Ósk
Faðir: Brynjar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>