nýjustu greinarnar

Fæðingarsaga Bryndísar Helgu

Mánudagur, 22 Desember 2008 17:15
Bryndís Helga fædd 31.05.08 14 merkur og 53 cm.Sagan byrjar nú eiginlega bara uppi á spítala þar sem ég hafði legið í viku eða svo.

Á fimmtudagskvöldi fann ég svona eins og túrverki, mjög væga þó en pældi ekkert í því. Morguninn eftir vaknaði ég með alveg þvílíkan bakverk, en pældi svo sem ekkert í því, með deginum mögnuðust verkirnir og urðu sífellt verri og verri, en ég ákvað að bíða og sjá hvort þetta dytti ekki bara niður, enda bara komin 38 vikur og ég var svo viss um að ganga framyfir, bæði ung og fyrsta barn.
En já, aftur að sögunni. Um 4 leitið spurði ég ljósurnar á deildinni hvort þær gætu ekki sett mig í mónitor því ég væri með svolitla verki. Þá kom í ljós að ég var komin með 3 í útvíkkun og ég hringdi í mömmu sem var komin innan tíðar til að hjálpa mér að koma skvísu litlu í heiminn.
Svo um 11 leitið var útvíkkunin 4 og ég svolítið svekkt að þetta skyldi gerast svona hægt, og var þreytt og pirruð og þá var mælt með því að ég fengi mér deyfingu og reyndi að sofna, ég fékk mænudeyfingu og fór að spila við mömmu:)
Um eitt leitið aðfaranótt laugardagsins er svo bætt í deyfinguna og ég fæ agalega rembingsþörf klukkutíma síðar, ljósan var nú alveg viss um að ekkert væri að gerast og sagði mér að halda áfram að hvíla mig, en ég hélt ekki og heimtaði að hún athuga útvíkkunin,  hún athugar og hún er orðin 10 !
Ég rembdist 3 svar og gellan var komin, 53 cm og 14 og hálf mörk.

Móðir  Dagrún Birna 1990

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>