nýjustu greinarnar

Fæðingarsaga Elmars Freys

Skrifað af Þóra Mjöll
Miðvikudagur, 20 Ágúst 2008 23:46
Elmar Freyr fæddur 09.05.08 kl 04:29  3070 grömm og 49 cm.Fimmtudagurinn 8.maí 2008 byrjaði bara mjög venjulega, ég fór í sturtu og fórum í heimsókn til tengdó.
Ég var með svolítið kröftugri samdrætti en vanalega en samt ekkert sem ég var að hugsa útí.

Um kvöldið skellti ég mér svo í bíó með vinkonum mínum og það var bara rosa gaman og ég ekki með neina verki. Eftir bíóið sótti vinkona vinkonu minnar okkur í bíóið og skutlaði okkur heim.
Á leiðinni heim sagði hún einmitt við mig að hún væri rosalega hrædd við óléttar konur, því hún væri svo hrædd um að barnið gæti bara fæðst þar sem hún væri. Ég var ekki alveg að skilja það hjá henni og var líka ekkert að búast við því að fara að eiga á næstu dögum.

Þegar ég kom heim eftir bíóið lagðist ég uppí rúm og fór að lesa í bókinni “Meðganga og fæðing” um legvatnsleka því mér fannst útferðin vera búin að breytast eithvað.

Klukkan var orðin 02:30 þegar Hlynur ætlaði útí búð að kaupa morgunmat fyrir okkur til að eiga um morguninn. Hann var farinn af stað þegar allt í einu fann ég eins og eitthvað væri að rifna innan í mér og vá hvað mér brá. Fyrst hugsaði ég “bíddu nú við þetta var ekki spark” og blúbbs þá kom gusan í rúmið hjá mér og það engin smá gusa!
Ég hringdi strax í Hlyn, hann kom brunandi heim eins og elding og við drifum okkur upp á sjúkrahús.

Hríðarnar byrjuðu akkurat þegar við vorum að beyja inná bílaplanið og þá var klukkan 03:45. Ljósurnar voru mjög rólegar og ekkert að búast við því að ég væri að fara að eiga eitthvað á næstu tímum. Við fengum að vera í svítunni og ég var sett í rit.
Þetta fór mjög fljótlega að vera reglulegt og eftir svona hálftima var tékkað á útvíkkuninni hjá mér. Ég var þá komin með 5 í útvíkkun. Hríðarnar fóru þá að versna og það var látið renna í baðið fyrir mig. Ég andaði að mér glaðloftinu eins mikið og ég gat og fann rembingsþörf eiginlega strax og ég fór ofaní baðið.

Hlynur gerði tilraun til þess að spurja hvort hann ætti að taka myndir af mér, ónei haha það vildi ég sko alls ekki(ég hefði samt ekkert verið til í að eiga myndirnar núna) en svo spurði hann hvort ég vildi ekki koma uppúr og fá deyfingu og ójú það vildi ég.
Ég fór þá upp úr baðinu og það var tékkað á útvíkkuninni og það voru komnir 10 cm og ég fékk enga deyfingu. Það gerði mig sko ekki mjög glaða og ég vildi hætta við á þessum tímapunkti. Ég vildi deyfinguna! En svo ákvað ég bara að rembast og koma barninu sem fyrst út.
Ég andaði glaðloftinu eins mikið að mér og ég gat og ýtti barninu út og hann elsku fallegi prinsinn okkar var fæddur 9.maí kl 04:29. Hann var 3070 grömm og 49 cm, með dökkt hár, valbrá á tánni og krumpuð eyru eins og mamma sín.

Móðir: Þóra Mjöll Jensdóttir 1990 Faðir: Hlynur Freyr Sigurðsson 1986

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>