nýjustu greinarnar

Fæðingarsaga Úlfs Arons

Úlfur Aron fæddur 28.09.2008

Ég var sett af stað vegna þess að ég fékk bráða meðgöngueitrun (blossaði upp yfir nótt bara!)

Þetta byrjaði þannig að ég vaknaði kl. 1 aðfaranótt föstudagsins 28. september með alveg ferlega verki í rifbeinunum, gat varla andað og kúgaðist og kúgaðist bara.
Svona var ég til 6 um morguninn að ég loksins gafst upp og vakti Sverri og sagði honum hvað væri í gangi.

Hann hringir upp á læknavakt og þar var mér ráðlagt að fara í bað og reyna að slaka á, sem ég gerði.

Það virkaði í svona 3 korter eða nógu lengi til þess að það var búið að opna heilsugæsluna mína. Við hringdum þangað og ljósan vildi fá mig strax í tékk. Ég mætti upp á heilsugæslu rétt eftir 8 og þar voru gerðar alls konar mælingar. Þar kom í ljós að blóðþrýstingurinn var allt allt of hár eða um 170/115 og það mældist prótein i þvaginu hjá mér. Ljósan hringdi upp á meðgöngudeild og þær vildu fá mig strax í tékk.
Við mættum upp á meðgöngudeild rétt fyrir 9 og þá kom í ljós að ég var með þessa eitrun og var ég lögð inn. Síðan voru gerðar alls konar blóðrannsóknir og vesen og kl. 11 kom læknir og sagði mér að ég yrði sett strax í gang vegna þess að þetta væri soldið alvarlegt.

Belgurinn hjá mér var sprengdur rétt fyrir hádegi og fékk ég líka dripp í æð og þar sem ég vart ekkert búin að borða frá kl. 19 daginn áður og varð að vera fastandi uppá hættu á bráðakeisara fékk ég vökva í æð líka. Hríðirnar urðu strax frekar harðar en ég gat ekki fengið mænudeyfingu strax vegna þess að svæfingalæknirinn var að bíða eftir síðustu blóðrannsóknum.

Rétt fyrir 16 fékk ég svo loksins langþráða deyfingu eftir að hafa verið grenjandi af sársauka frá því um hádegi. Næstu klukkutímum man ég svo frekar lítið eftir vegna hungurs og þreytu.

Upp úr kl. 22 byrjaði ég svo loksins að rembast (eða ekki rembast þar sem ég var svo máttlaus og veik). Gafst nokkrum sinnum upp og sagði ljósunni bara að drullast til að sækja barnið, ég gæti þetta ekki.

Kl. 23.45 sagði ljósan að hjartsláttur barnsins væri að hrapa og ég yrði að rembast meira. Hún fékk leyfi til að klippa mig og þá loksins fór þetta að ganga eitthvað af viti. 10 mínútum seinna fekk ég þennan yndislega litla prins upp á bringuna. Ég var svo búin á því að ég hálfpartinn grét. Sverrir klippti á naflastrenginn og svo var ég saumuð.

Við vorum í 4 daga á sængurkvennadeild vegna fylgikvilla eitrunarinnar, litli prinsinn alveg heilbrigður en mamman ekki.

Fengum loksins að fara heim á þriðjudeginum en ég var ennþá frekar máttvana og með háþrýstingshöfuðverk dauðans næstu 2 vikur.

Núna gengur samt allt vel, litli er alveg yndislegur og ég er orðin alveg hress, er reyndar enn á blóðþrýstingslyfjum og verð það allavega næstu 2 vikurnar.
Update 31.01.08… Ég er ennþá á þessum bannsettu lyfjum og verð um ókomna tíð. Þetta var víst ekki beint meðgöngueitrun sem að ég fékk heldur heitir þetta HELLP syndrome, Það er upp að vissu marki líkt meðgöngueitruninni, getið lesið um það hér: http://en.wikipedia.org/wiki/HELLP_syndrome

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>