nýjustu greinarnar

Hitakrampi

Sölvi Snær 1 og hálfs árs.

Sölvi var búin að vera með kvef í viku og  fékk hann hita. Fyrsta skiptið á ævi sinni sem hann fékk hita. En allavega hann vaknaði kl. hálf 6 á fimmtudagsmorgun með hita. Svo var hann rosalega slappur allan daginn.
Um kvöldið svona korter í 20 þá fór Einar út að hlaupa en Sölvi sat í fanginu mínu og við vorum að horfa á sjónvarpið.
Allt í einu stífnar hann allur upp og hrisstist og hrisstist (svona eins og krampakast, hann fékk hitakrampa) og ég panikaði alveg og hringi í Einar og sagði honum að koma heim það væri eitthvað að Sölva. Svo hringi ég í 112 og var alveg í þvílíku sjokki og maðurinn í 112 skildi mig auðvitað ekki fyrst því ég fór bara að gráta og gat engan vegin talað almennilega. En var fljót að ná að tala við hann og segja honum frá þessu. Hann sendi sjúkrabíl til okkar og sagði mér að taka hann úr öllu nema bleyjunni.
Sölvi var með krampan í 5 til 10 mínútur. Svo þegar krampinn var búin var hann bara hálf meðvitundarlaus. Hélt ekki haus og var bara með lokuð augun og vildi bara sofna. En maðurinn í 112 sagði mér að halda honum vakandi og við opnuðum út til að fá smá svalt loft inn og svo vorum við að setja vatn á hann. Við héldum að hann væri að fara deyja, þegar hann var búin í krampanum.
Mér fannst sjúkrabíllinn vera í marga klukkutíma á leiðinni og svo kom hann og þeir spurðu út í þetta og við fórum með sjúkrabílnum á Bráðamóttöku barna.
Þar var Sölvi skoðaður og teknar blóðprufur. Hann var rosa máttlaus og gat ekkert hreyft sig og bara grét og grét.

Svo fórum við inn á stofu og vorum þar yfir nóttina. Sölvi fékk saltvatn og sykurvatn í æð um nóttina. Einnig fékk hann stíla og íbúfen.
Blóðprufurnar voru bara fínar og ekkert að honum. En hann er með veirusýkingu sem lagast bara með tímanum.

Hann fékk svona krampa af því hann varð heitur svo snöglega (var með 40,5 stiga hita þegar við komum upp á Bráðamóttöku), einnig var hann búin að vera mjög lélegur að drekka um daginn og við alltaf að reyna að pína vökva ofan í hann og hann var eiginilega bara uppþornaður greyjið Sad af því hann var með svo háan hita.

Læknarnir sögðu að þetta væri ekkert tengt flogaveiki og er ég mjög fegin. Einnig sögðu þeir að ástæðan fyrir þessu er ekki alveg vituð. En það er sagt að heilin í svona ungum börnum er ekki nógu þroskaður til að meðtaka svona hita og breggst þá svona við.Einnig eru 30% líkur á að hann fái svona aftur ef hann fær aftur svona háan hita.

Ég hef aldrei upplifað neitt eins hræðilegt og þetta! og þetta er lengsta kvöld sem ég hef vitað um!
Ég skalf alveg af hræðslu þegar við vorum kominn upp á spítala og tárin láku bara niður kinnarnar.

Hann var svo hitalaus daginn eftir krampann. Næsta dag var hann bara hress eins og hann hefði ekkert orðið lasinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>