nýjustu greinarnar

Sagan okkar

Draumabörn fór af stað þar sem það vantaði spjallsvæði fyrir fólk sem var að reyna að eignast börn, hugsa um að eignast börn, þá sem voru að ættleiða og fyrir þá sem áttu börn. Það kom fljótt í ljós að þörfin var mikil og er enn. Notendur okkar koma úr öllum áttum samfélagsins og býður spjallsvæðið því upp á hópa sem henta öllum. Margir notendur okkar hafa verið með frá upphafi og sífellt bætist í þennan stóra hóp.

Okkar vinsælustu hópar eru án efa svokallaðir bumbuhópar, það eru lokaðir hópar sem verðandi mæður sækja um aðgang að. Þeim er skipt upp eftir áætluðum fæðingarmánuði barns og þar hafa konur góðann stað til þess að ræða um það sem tengist meðgöngu og allt milli himins og jarðar en eftir að börnin eru fædd kallast hóparnir mömmuhópar. Út frá þessum hópum eru oft planaðir hittingar á vegum notenda hópsins og þar myndast góður vinskapur sem þörf er á.

Aðrir hópar eru td. Englarnir okkar, lokaður hópur fyrir alla sem hafa misst fóstur eða barn á meðgöngu, fætt andvana eða misst barn af sökum vöggudauða. Þar undir er einnig svæði fyrir þær sem eru ófrískar eftir missi. Þessi hópur hefur reynst mörgum vel enda gott að hafa góðan stuðning eftir slík áföll.

Við bjóðum einnig upp á aldursskipta hópa, landshluta-skipta hópa, hóp fyrir einstæðar mæðar, hóp fyrir mæður með fleiri en fjögur börn, og ýmsa fleiri hópa. Ef þú ert með hugmynd að hóp sem þú telur að áhugi sé fyrir, endilega sendu okkur póst á draumaborn@draumaborn.is

Spjallsvæðið Draumaborn.is var stofnað 2006 og út frá því félagið Draumabörn 7. maí 2008.  Nokkrar af stjórnendum spjallsins, Árný, Berglind, Margrét og Lilja eru þær sem stofnuðu draumaborn.is og tóku þátt í uppbyggingu þess.  Í maí 2013 var samið við Tölvukerfi ehf., um rekstur á síðunni og nýjir aðilar tóku við rekstrinum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>