nýjustu greinarnar

Sendu inn þína sögu

3 comments

 1. lilian jensen

  hæhæ

  Lilian heiti ég og langar að skrifa nokkur orð frá minni reynslu.
  Ég og maðurinn minn erum búin að vera ca 3 1/2 ár saman og gift í rétt rúm 2.ár.
  Við erum búin að vera að reyna að eignast barn í um 2 1/2 ár en ekkert gengið.
  Ég er með blöðrur á eggjastokkunum sem hindrar að ég fái egglos.
  Erum búin að reyna hormónagjöf, einu sinni í tæknifrj. og núna síðast í glasafrj.
  Ég fékk aðeins eitt egg, sem var notað en ekkert var hægt að nota til að frysta.
  Glasameðferðin gekk ekki upp.
  Núna erum við að íhuga þá leið að fá gjafaegg til notkunar.
  Ætlum að kynna okkur það nánar.
  kv Lilian og Axel

 2. Ásdís Sandra Ágústsdóttir

  Helena Dís fædd 25.10.13 15merkur og 51cm.

  Var kominn 39vikur+1 þegar þetta byrjaði, það var 8:00 um morgunninn(24.okt) sem verkirnir byrjuðu þeir voru strax á 5mín fresti en voru alls ekki slæmir. Ég var að vakna með kærastanum því hann var á leiðinni í skólann. Mér datt í hug að þetta væri að byrja og sagði honum að þetta væru bara einhverjir samdrættir og hann ætti að drífa sig í skólann, en ég var samt dáldið smeik við að vera ein eftir en vissi að þetta mundi taka langan tíma og svo kannski er þetta ekkert að byrja. Var í frekar miklari afneitunn yfir því að ég væri að fara af stað.

  Ég gat ekki sofnað aftur útaf verkjum og ákvað að fara taka til og gera þvottinn og svoleið var í frekar góðu skapi. Fór svo að læra og horfði á bíómynd og leið bara vel þrátt fyrir þessum verkjum. Svo kemur hann heim um 16:00 og ég segi honum að ég sé búinn að vera með verki á 5mín fresti frá því að hann fór, frá þeirri stundu vildi hann alltaf fara upp á spítalann og ég bara nei þetta tekur miklu lengri tíma og svo eru þetta ekkert slæmir verkir.

  Um kvölið klukkan 20:00 fór verkirnar að vera mjög slæmir og ég var byrjuð að gráta úr sársauka og kærastinn minn vildi fara á spítalann og ég bara nei ég er ekkert að fara fæða (allgjör afneitunn) hann skildi ekkert í ruglinu í mér og vildi bara fara drífa sig með mig á spítalann. Ég sagði bara nei ég ætla hringja fyrst og hringdi upp á deild og hún sagði mér bara taka verkjatöflur og reyna kvíla mig.

  Ég fór upp í rúm um 22:00 með kærastanum og reyndi að sofna hann steinsofnaði en ég gat ekkert sofið verkirnir dofnuðu aðeins eftir verkjatöflurnar en urðu svo strax verri eftir nokkra tíma. Ég var svöng og lystarlaus ég hringi aftur upp á fæðingardeild og hún segir að ég megi fá mér verkjatöflu á 4tíma millibili og eigi prófa fara í bað og svoleiðis. Ég fæ mér aftur verkjatöflu og fer í bað og það var allveg æðislegt. En svo fór ég upp úr og var farinn að syngja ég get þett!! og allskonar lög og labbaði fram og til baka.

  Ég var farinn að titra úr sársauka titraði öll fyrir neðan mitt, það var mjög þæginlegt að titra það var eins og líkaminn minn væri að búa til meðal gegn þessum verkjum. Og ég píndi ofan í mig eitthvað að borða og fékk mér verkjatöflu ældi svo stuttu eftir. Síðan sat ég í sömu stellingunni í marga klukkutíma og titraði. Síðan vaknaði kærastinn minn klukkan 8:00 og var í sjokki að sjá mig og leið illa yfir því að hafa sofnað. Hann náði í að borða fyrir mig og tók saman fötinn mín og svoleiðis ég hringdi upp á fæðingardeild og hún sagði mér bara að koma.

  Við fórum bara í rólegheitonum og ég var kominn upp á spítala 10-11 leitið um morgunninn. Kærastinn minn hringdi í skólann og sagði að hann kæmist ekki því hann ætti von á barni hehe. Ég var kominn 6cm í útvíkkun. Ég var svo ánægð hélt að ég væri kominn 2 eða 3. Ég var kominn með svefngalsa og var í hressu skapi og kærastinn hjálpaði mér í gegnum hríðarnar með því að anda með mér og leyfa mér að hanga á sér.

  Ég fékk svaka næs stofu með stóru baði á fæðingarganginum. Ég fór í bað sem var æðislegt og síðan mælir ljósmóðirnn mig klukkan 16:00 og segir að ég sé næstum því 8cm. Ég ákvað að hringja í mömmu og láta hana vita vildi ekki segja henni fyrr því ég vildi bara hafa ró í kringum þetta, enda eftir að ég hringdi í hana þá var hún stansslaust að hringja sem var óþolandi. Síðan fékk að prófa glaðloftið sem hjálpaði maður var samt bara hálfpartinn í vímu þarna og svo þegar læknirnn fór út fór ég og kærastinn að fíflast saman með glaðloftið og vorum þarna tvö 18ára eins og einhverjir vitlisingar í hláturskasti. Ég notaði einnig hitapoka á bakið og það hjálpaði.

  Síðan um 18:00 er ég aftur mæld og þá er ég enþá 8cm þannig hún ákveður að gefa mér mænudeyfinguna og springa belginn. Mænudeyfinginn var allveg æðisleg og náði að hvíla mig í hálftíma rétt fyrir rembinginn síðan vakna ég og byrja rembast mér fannst mjög þægilegt að rembast því þá fann ég ekki fyrir hriðinni og síðan tveimur tímum seinna kom litla prinsessan mín í heiminn og ég rifnaði ekki neitt og allt gékk svo vel.

 3. Berglind Tryggvadóttir

  Í dag var staðfest á bráðamóttöku kvennadeildar mín versta martröð, 10 vikna fóstrið mitt er látið. Sorg mín er ólýsanleg.

  Ég og unnusti minn ákvaðum fyrr á árinu að reyna að eignast barn, ég hætti á getnaðarvarnarpillunni og 3 mánuðum síðar kom jákvætt þungunarpróf, ég pantaði tíma í snemmsónar sem var um það bil þegar ég átti að vera komin 8 vikur á leið þetta var 26. ágúst. Þar kom í ljós að fósturpokinn hafði fallið saman og ekkert líf hafði verið í 2 vikur. Þetta var svokallað dulið fósturlát því ég var með öll einkenni meðgöngu og ekkert hafði dregið úr því.

  28. ágúst fór ég á bráðamóttöku kvennadeildar þar sem ég fékk lyf til að framkvæma úthreinsun heima en það gekk ekki nægilega vel, ég fór jú á blæðingar en þegar ég fór í skoðun viku seinna, 4. október, þá kom í ljós að fóstupokinn sat sem fastast. Ég þurfti því í útskröpun. Mér var ráðlagt að láta einn tíðarhring líða áður en við reyndum aftur. Ég var svosem ekkert að spá mikið í þetta fyrr en ég fer að fá þungunareinkenni aftur. Ég fór aldrei á blæðingar heldur varð ólétt. Ég varð mjög hissa og trúði þessu varla en hugsaði með mér, þetta er barnið sem ætlar að koma í heiminn.

  Tíminn leið og ég fékk öll helstu einkenni, fór í skoðun og var þá komin 5 vikur en ekki hægt að staðfesta þungun þar sem ekki sást hjartsláttur, svo ég fór aftur 2 vikum seinna eða 1. nóvember og var þá með staðfesta meðgöngu 7 vikur og 2 daga, sterkur hjartsláttur og ég og minn maður á bleiku skýi. En við vorum ekki lengi á bleiku skýi, því þegar ég var komin 9 vikur og 2 daga eða 15. nóvember þá breyttist eitthvað hjá mér, fékk útferð með slæmri lykt og svo daginn eftir kom appelsínugulur litur í dömuinnleggið hjá mér. Á afmælisdaginn minn blæddi lítillega svo ég hringdi niður á spítala. Þar var mér sagt að ef ég væri ekki með verki þá ætti ég að bíða róleg, þar sem mæðraskoðun yrði miðvikudaginn 20. nóvember. Mánudagurinn leið og það blæddi mun meira en þó án verkja. Ég setti mig svo í samband við ljósmóðir sem sér um mæðravernd á heilsugæslunni minni og hún ráðlagði mér að panta tíma hjá bráðamóttökunni. Ég fékk tíma 20. nóvember kl. 9.30 en kvöldið áður og um nóttina fann ég fyrir þreytuverkjum í móðurlífinu og blæðingar jukust og ég fór reglulega á salernið þar sem alltaf voru einhverjar blóðlifrar. Um kl 5. 30 um morguninn fann ég að það rann eitthvað mikið blóð og hljóp inn á klósett þar sem ég rétt náði áður en það fossaði útum allt. Það leyndi sér ekki að það var eitthvað stórt sem kom og blæðingar eftir því. Guð minn góður hvað ég var ekki að trúa þessu. Hver er tilgangurinn að missa aftur. Á erfitt með að skilja þetta en held að ég reyni ekki í bráð, legg það ekki á mig strax, þarf að byggja mig upp áður en ég reyni aftur.

  En það veit ég að mig langar í annað barn, en hvort ég þori er annað mál.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>