nýjustu greinarnar

Fyrstu skrefin eftir jákvætt þungunarpróf

Ef að þú ert búin að taka þungunarpróf sem reynist jákvætt þá eru nokkur atriði í stöðunni.
Snemmsónar

Þú getur pantað þér tíma hjá kvennsjúkdómalækni og fengið að koma í snemmsónar. Athugaðu hvort að læknirinn sé örugglega með sónartæki, sem þeir eru þó flestir með. Það er best að vera komin að minnsta kosti 6-7 vikur frá fyrsta degi blæðinga til þess að það sjáist eitthvað í sónarnum. Læknirinn ætti að geta séð fóstur og greint hjartslátt á þeim tíma en það er gott að hafa í huga að því lengur sem þú bíður því meira sérðu.

Snemmsónar er valfrjáls og alls ekki allir velja að fara í hann en konur sem hafa oft misst fóstur eða eru ekki vissar um meðgöngulengd fara kannski frekar, en margar fara bara útaf forvitni. Svona skoðun kostar yfirleitt það sama og venjuleg skoðun hjá kvensjúkdómalækni, eða á milli 4000 og 7000 kr.
Mæðraskoðun

Hafðu samband við heilsugæslustöðina þína og pantaðu tíma í mæðraskoðun. Sumar heilsugæslustöðvar bjóða upp á svokallað “snemmspjall” sem er þá oft á 8-10 viku, en annars er miðað við að fyrsta mæðraskoðun sé á um það bil 12. viku en þau á heilugæslustöðinni ættu að getað svarað öllum spurningum um þetta.
Hnakkaþykktarmæling – 12 vikna sónar

Á 11-14 viku er boðið upp á 12 vikna sónar og hnakkaþykktarmælingu. Sumir velja það að fara bara í sónarinn og láta ekki mæla hnakkaþykktina né fara í blóðprufur, aðrir fara í allan pakkann. Það eru mjög skiptar skoðanir um hnakkaþykktarmælingar og kynni sér þetta og myndi sér skoðun. Á síðu fósturgreiningardeildar Landspítalans getur þú lesið allt um hnakkaþykktarmælinguna. Þessi sónar er líka val eins og snemmsónarinn og þarf þess vegna að greiða fyrir hann líka. Ljósmóðirin þín lætur þig fá beiðni fyrir sónarnum sem er framkvæmdur á landspítalanum.

Öðrum spurningum ætti ljósmóðirin þín að getað svarað, og innilega til hamingju með bumbubúann.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>