nýjustu greinarnar

Hvað er egglos ?

Egglos á sér stað þegar egg losnar frá öðum eggjastokknum og ferðast í gegnum eggjaleiðarann og inn í legið. Frjóvgun á sér stað þegar sáðfruma kemst í gegnum vegg eggsins.
Hjá flestum konum á egglost sér stað einu sinni í mánuði og getur þessi dagur verið breytilegur sérhvern mánuð. Mikilvægt að vita hvenær í mánuðinum kona er frjóust ef hún ert að reyna að verða barnshafandi. Þumalputta reglan er sú að um það bil 14 dögum fyrir blæðingar sé frjóasta tímabilið.

Hvernig verður getnaður?

Það eru þrír hlutir sem verða að vinna saman til að getnaður verði: Sæði og egg þurfa að vera til staðar og slímhúðin þarf að vera þunn og sleip til leyfa sæðinu að synda í gegn. Líkaminn breytir slímhúðinni þegar konur eru með egglos. Rétt áður en að egglos verður gætir þú tekið eftir að slímhúðin verði slímkenndari og minnir kannski á hráa eggjahvítu.
Fylgst með grunnlíkamshitanum.

Þegar kona vaknar að morgni er líkaminn í “grunn” stöðu. Með sérstökum hitamæli (sem sýnir hundraðshluta, td. 37,55°C), er hægt að mæla hitann á hverjum morgni og finna út grunnlíkamshitann. Þegar konur eru með egglos hækkar grunnlíkamshitinn örlítið og helst þar til að blæðingar byrja. Eftir nokkra tíðarhringi með þessari aðferð getur kona spáð fyrir um hvenær hún hefur egglos.

Pör sem að nota báðar aðferðir, fylgjast með slímhúðinni og líkamshitanum eiga góðar líkur á því að geta barn. Önnur einkenni sem að konur geta fundið fyrir eru svokallaðir egglosverkir en sumar konur finna verk, líkt og tíðaverkir, þeim megin sem egg er að eða á eftir að losna.

Talaðu við kvennsjúkdómalæknirinn þinn, hann gæti gefið þér fleiri góð ráð tengd frjósemi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>