nýjustu greinarnar

Fæðingarsaga Adrians Tandra

Þessa fallegu sögu sendi hún Þórey Hrund Mýrdal okkur og er sagan skrifuð frá sjónarhorni barnsins.

broskall!Mamma vaknaði um hádegi 30.Janúar til þess að fara í mæðraskoðun, ákvað að vakna aðeins fyrr og hleypa hundunum okkar út.. og fann svo bara að það var eitthvað að leka, svo hún ákvað að hringja í mömmu(ömmu) til að tjékka hvort vatnið gæti lekið bara hægt.. og amma sagði að svo væri, svo mamma hringdi upp á deild og þá var hún beðin að koma strax vegna þess að legvatnið var GRÆNT!!!

Amma kom brunandi heim úr vinnunni, og mamma varð pínu stressuð.. Fór upp á spítala og var sett í monitor þá var útvíkkun bara um 2cm eins og var búið að vera í 2 vikur!! og legháls 1cm!, um 14 leitið var sett dripp þar sem hríðarnir voru ekki nægilega sterkar, um 15 leitið voru loksins komnar almennilega hríðar og fannst mömmu það nú alveg svona bærilegt.

Vala frænka var komin og amma var líka með mömmu, um hálf 16 kom svo Ásta Kristín sem var doulan hennar mömmu! Mamma var bara að dunda sér á boltanum og svo hangandi í rólu, og að reyna sannfæra ljósurnar um að hún ÆTLAÐI í bað en það var ekki í boði útaf legvatnið var grænt :(.Mamma fékk samt að fara í sturtu og var Ásta hennar stoð og stytta í því og sprautaði vatni á bakið, drippið var tekið á meðan mamma var i sturtu og minnkuðu verkirnir aðeins svo drippið var sett aftur upp þegar mamma kom upp úr… Reyndi gasið en mömmu leið miklu verr af því svo hún harðneitaði að prufa það aftur og var alveg við það að sparka í ljósuna sína þegar hún var að reyna sannfæra hana um að prufa aftur.. ÞAÐ KOM EKKI TIL GREINA!!!!! Engdist í rúminu í einhvern tíma og fékk nudd á bakið og fæturnar, og hendurnar frá Ástu og þótti það voðalega kósý :).

Svo urðu hríðarnar verri og verri með tímanum svo mamma ákvað að fara aftur í sturtu fyrst hún var ekki að ná að plata þessar ljósur til að leyfa henni að fara í bað.. útvíkkun var 6-7 þegar mamma fór í sturtuna aftur, í þetta skiptið entist sturtan mikið styttra heldur en fyrri ferð þar sem verkirnir voru orðnir það óbærilegir að erfitt var að sitja og var mamma að reyna sannfæra Ástu um að nú væri hún að deyja og ÆTLAÐI að fá deyfingu… það var ekki að takast hjá henni, og Ásta var viss um að mamma gæti þetta alveg sjálf þar sem ferlið væri komið svo langt!!

Þegar mamma kom úr sturtunni var hún skoðuð aftur og þá var útvíkkun 9,5 ca :-D!!! Mamma hélt áfram að reyna sannfæra ömmu, Ástu, Völu, Hafdísi Ljósmóður og Jóhönnu nema um að hún væri að fara deyja og hún þyrfti að fá deyfingu!! En það var orðið of seint… Mamma fór að fá rembingstilfinningu og reyndi að vera á 4 fótum, en það var svo helvíti vont að mamma bað um að ég yrði vinsamlega tekinn með KEISARA!!! En Hafdís sagði það væri bara ekkert í boði… Mamma var látin standa upp svo kollurinn kæmist fyrir neðan einhverja brún sem var eftir í útvíkkuninni… það fannst mömmu sko EKKI gaman.. En það var annaðhvort að fá ehv nefsprey, standa eða fá aftur dripp og mamma tók drippið ekki í mál þar sem hún var búin að vera svo dugleg eftir sturtu að hún reif óvart legginn úr og sprautaði blóði yfir allt baðherbergið, þær gerðu það í sameiningu hún og Ásta og hlóu mikið og höfðu gaman af!!! var eins og góð hryllingsmynd baðherbergið eftir þetta !!!

Mamma stóð í smá stund, og fór svo aftur upp í rúm og þá fékk hún enþá meiri rembingstilfinningu og mátti alveg fara að rembast, því kollurinn var kominn alveg niður.. Mamma rembdist bara nokkrum x og það gekk svo VEL, þær voru allar alltaf að segja hvað ég væri að koma en mamma trúði því nú ekki og ákvað að tjékka stöðuna.. sagði svo OIIIJ þar sem henni fannst slímið viðbjóður.. Vala frænka sagði svo ; HANN ER EKKI RAUÐHÆRÐUR, HANN ER MEÐ DÖKKT HÁR… og mamma gargaði á móti ; já togaðu í hárið á honum!!.. Svo remdist mamma 4x aftur í einni hríð og þarna kom ég!! Klukkan 22:11, 3520gr og 50cm, með 10 putta og 10 tær, algjörlega fullkomin í alla staði og mamma bara gréét þegar hún sá mig!

Fæðingin tók allt í allt 7klst og 14 mín, en rembingurinn bara 21min sem er MJÖÖÖÖÖG gott hjá frumburði :). Mamma er ótrúlega hamingjusöm og ánægð með mig

62728_500060340031852_387020078_n

69200_500060443365175_1494616889_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>