nýjustu greinarnar

Handa- fóta- og munnsjúkdómur

Hand-, fót- og munnsjúkdómur (hand foot and mouth disease)

Algengur sjúkdómur hjá ungum börnum allt að 10 ára aldri en fullorðnir geta einnig fengið hann. Orsakast hann af ýmsum veirum. Sjúkdómurinn er algengastur á haustin,  er hann oftast mildur og nánast allir jafna sig án meðferðar á 7-10 dögum. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur veiran valdið heilahimnubólgu.

 

Einkenni

Sjúkdómseinkenni eru sótthiti, sár í munni og húðútbrot með blöðrum á höndum og fótum. Sjúkdómurinn byrjar oftast með vægum hita, lystaleysi, slappleika og særindum í hálsi. Tveimur dögum eftir fara að myndast sár í munni, mest áberandi í kokinu. Þau byrja sem rauðir dílar sem verða svo að blöðrum og svo að sárum. Einnig myndast húðbrot sem lýsir sér þannig að það koma rauðar skellur fyrst, sum verða að blöðrum og eru þær á lófum og á iljum. Í sumum tilfellum geta komið útbrot á rassakinnar. Sumir einstaklingar fá einungis útbrot í munni án húðútbrota eða einungis húðútbro

handfotogmunnLíftími sýkingarinnar geta verið allt frá byrjun hita þar til einkenni koma fram  3 – 7 dagar.

 

Smitleiðir

Sjúkdómurinn smitast frá sýktum einstaklingum við beina snertingu við vessa úr nefi og munni eða vessa úr blöðrunum og með hægðum. Veiran getur skilist út með hægðum í nokkrar vikur eftir að einkenni eru hætt.

 

Meðferð

Engar sérstakar meðferðir er við veirunni, en sjúkdómurinn læknast af sjálfum sér á nokkrum dögum.

 

Fyrirvarnir

  • Tíður handþvottur
  • Handþvottur eftir bleiuskipti
  • Þvo fleti eftir snertingu þann smitaða. Gott að nota  klórað vatn.
  • Hugsanlega getur það dregið eitthvað úr smithættu ef börn með sjúkdóminn eru ekki látin vera á leikskólum eða innan um önnur börn fyrstu daga veikindanna. Þetta á einkum við um börn sem eru með blöðrur í munni og slefa og þau sem eru með vessandi sár í lófum. Því er ráðlegt að halda börnum heima á meðan þau eru veik.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>