nýjustu greinarnar

Hlaupabóla

Hlaupabóla – (Varicella – Zoster)

Hlaupabóla orsakast af veiru sem er skyld herpes simplex (frunsu) veirunni. Yfirleitt er um væga veirusýkingu að ræða en í einstaka tilfellum getur hlaupabóla orðið að alvarlegum sjúkdómi og gæti veiran dreift sér til ýmissa líffæra og valdið skaða.  Þegar einstaklingur fær hlaupabóluna  tekur hún sér bólfestu í taugum líkamans og liggur þar dulin. Svo getur hún tekið sig upp aftur og valdið svokölluðum ristli, yfirleitt mörgum árum eftir hlaupabóluna. Ristill lýsir sér þannig að einstaklingar fá fyrst hita og slappleika í 1-4 daga ásamt sviðatilfinningu á því húðsvæði sem blöðrurnar koma svo fram. Einstaklingur sem er með ristil getur smitað aðra af hlaupabólu.

Nánast allir fá Hlaupabólu einu sinni á ævinni. Sjúkdómurinn varir 7 -10 daga hjá börnum en lengur hjá fullorðnum. Hlaupabólan gengur ekki í stórum faröldrum eins og margir aðrir barnasjúkdómar en er viðvarandi í samfélaginu allt árið. Það virðist samt sem flest tilfellin eiga sér stað um miðjan vetur og fram að vor.

 

Smitleiðir

Hlaupabólu veiran er mjög smitandi sjúkdómur og er hann algengastur hjá börnum. Sjúkdómurinn smitast á milli manna með úða frá öndunarvegi og með beinni snertingu við  blöðrurnar, Þá sérstaklega ef þær eru sprungnar því veiran er í vessanum. Sá tími sem einstaklingurinn smitast og einkenni koma fram er 10 – 21 dagur. Einstaklingur getur smitað aðra allt að þremur dögum áður en hann fær sjálfur útbrot og er smitandi þar til allar bólur hafa sprungið og þornað upp. Útbrotin byrja á bol og í andliti.  Einnig geta þau komið fram í hársverði og útlimum. Hiti og slappleiki kemur oft fram áður en útbrotin koma og getur varið í 2 – 3 daga samhliða þeim. Útbrotin byrja sem litlar rauðar bólur og á nokkrum klukkustundum fyllast þær af vessi og verða að blöðrum. Sem verða svo að sárum 1 – 2 dögum, myndast svo hrúður og þorna þær upp. Með útbrotunum fylgir oft mikill kláði og getur borist bakteríusýking í sárin ef að hreinlæti er ekki gáð. Önnur einkenni sem geta komið fram er höfuðverkur, lystarleysi og særindi í hálsi

hlaupabola2

Meðferð

Fellst fyrst og fremst í því að draga úr kláða og halda kjurrum heima fyrir og drekka vel. Hægt er að lina kláðann með köldum bökstrum, einnig hefur reynst vel að setja þau í volgt bað með matarsóda, það róar þau og minnkar kláðann töluvert . Kartöflumjöl svo eftir baðið. Einnig eru til krem/froða sem draga úr kláðanum en varir það einungis í  stuttan tíma. Þau krem sem hafa verið notuð er sinkáburður og púður sem inniheldur menthol, einnig er til staðdeyfikrem/Froða, en við notkun þeirra er gott að vita að þau geta valdið sviða sem varir í stutta stund . Kalmín áburður frá gamla apótekinu. Borðið á blöðrurnar með eyrnapinna.  Getur valdið sviða.  Ef að kláðin verður það mikill að hann truflar svefn barnsins þá er hægt að gefa því kláðastillandi lyf, andhistamín en þau geta haft sljóvgandi áhrif. Ef það eru gefin hitalækkandi lyf má það ALLS EKKI innihalda Asperín.

hlaupabola1                                                                                       

Forvarnir

Það er hægt að bólusetja börn núna fyrir hlaupabólunni en fellst það ekki undir almennar barnabólusetningar hér á landi en hægt er að fá bóluefni gegn lyfseðli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>