nýjustu greinarnar

Hitakrampi hjá börnum

Hitakrampi hjá börnum

Hitakrampi lýsir sér þannig með óeðlilegum kippum í líkamanum. Börn frá 3 mánaða til 5 ára aldurs í tengslum við hita eru líklegust til að fá hitakrampa.  Krampakastið stendur aldrei yfir lengur en í 15 mín (yfirleitt í 5 mín.) og veldur kippum um allan líkamann. Um þrjú prósent barna fá hitakrampa þegar þau eru veik. Hitakrampar eru skelfilegir fyrir foreldra að horfa upp á en er alls ekki hættulegir. Þegar krampinn er yfirstaðin heldur barnið áfram að þroskast á eðlilegan hátt.

Þegar barn þitt fær hitakrampa þá:

Mjög mikilvægt að ná að halda ró sinni. Það er miklu betra fyrir barnið ef að foreldrið sé rólegt og yfirvegað. Það er erfitt en þetta líður hjá. Annars er svo mikil hætta að barnið verði svo hrætt þegar krampinn er yfirstaðinn. Barnið þarf ummönnun og hvíld eftir hitakrampann.

Taktu tímann á krampakastinu. Það er mikilvægt því foreldrarnir gera sig ekki grein fyrir því hvað kastið varir lengi.  Ef það er lengur en 5 mín þá hringja í neyðarlínuna (112) og snúa barninu á hliðina, það minnkar líkurnar að vökvi komist niður í lungu.

Passa að nánasta umhverfi barnsins sé öruggt. Færa til hluti sem gæti skaðað barnið.

Ekki hefta hreyfingar barnsins. Leyfa krampanum að ganga yfir.

Hugga barnið eftir kastið. Þá er einmitt svo mikilvægt að foreldrið sé yfirvegað og rólegt, svo þau verða ekki hrædd. Hringja í læknir til að fá tíma strax. Hann vill sennilega skoða barnið til að ganga úr skugga um að ekkert annað ami að barninu. Ef að kastið stóð yfir í lengur en 5 mín. þá getur læknir metið það þannig að best sé að fara á neyðarmóttöku heilsugæslunnar.

Muna bara að þegar börn eru með mikinn hita að halda að þeim vökva. Hvenær sem líkamshiti hækkar tapast út vatn og salt úr líkamanum í gegnum húðina. Við vægan hita getum við bætt líkamanum þetta upp með því að drekka vatn, borða hollan mat eða taka inn fæðubótarefni. Vatnsleysanlegu vítamínin C og B er skynsamlegt að endurnýja.  Þegar við fáum hita breytir líkaminn orkubrennslu sinni frá því að brenna glúkósa (uppáhaldsmat bakteríanna) í að brenna prótíni og fitu. Þess vegna er minnkandi matarlyst á meðan, merki um visku líkamans. Þannig ekki neyða mat ofan í börnin. Þau borða þegar þau eru orðin svöng eða fengið matarlystina aftur. Þau munu líklegast bæta sér þetta svo upp þegar veikindunum er lokið. Það þarf hinsvegar að hvetja þau til þess að drekka jafnt og þétt. Lítið í einu ef þau eru lystalítil.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>