nýjustu greinarnar

Falleg snjókorn búin til úr lími og alls kyns skrauti.

Já auðvitað eru allir sammála þegar ég segi að jólaskraut er æði, er það ekki annars?

Ég veit ekkert fallegra en jólaskraut sem gert er af börnum, föndrað og sett saman af mikilli innlifun. Jólin eru hátíð barnanna en hver segir að það sé ekki barn sem blundar innra með þér? Ég alla veganna settist niður með dóttur minni sem er að verða þriggja ára núna í næsta mánuði og við ræddum aðeins um jólaskrautið. Niðurstaðan var sú að það vantaði skraut í gluggana sjálfa.

Ég lagði því höfuðið í bleyti og hugsaði hvað væri hægt að gera með þá hluti sem til eru á heimilinu? Niðurstaðan varð þessi:

pic1

Falleg snjókorn búin til úr lími og alls kyns skrauti.

 

Það sem þú þarft til að gera límsnjókorn:

Límbyssa (eða föndurlím sem verður glært þegar það harðnar)

Smjörpappír

Mynd með snjókorni, hér er það sem ég notaði: http://www.sheknows.com/kids-activity-center/print/snowflake-template-2

Pallíettur, tölur eða það sem ykkur dettur í hug til skreytingar

pic2

Prentaðu út það form af snjókorni sem þér líst hvað best á. Leggðu myndina undir smjörpappír, gott er að gera þetta á bökunarplötu þannig að smjörpappírinn sé ekki að hreyfast fram og til baka af myndinni.

pic3

Hitaðu límbyssuna eða notaðu föndurlím, fylltu inn í formið með líminu. ATH þú stjórnar límbyssunni þar sem límið er frekar heitt en hugmyndaríki aðstoðarmaður þinn getur hellt yfir skrautinu. Við notuðumst við pallíettur og perlur sem til voru.

Notið svo prjón eða tannstöngul til að ýta skrautinu ofan í límið áður en það þornar. Aðstoðarmaður er mikilvægur í þessu skrefi þar sem oft þarf að vinna frekar hratt og auðvitað viljum við að þau taki þátt og eigi sem mest í jólaskrautinu.

 pic4

Þegar límið er orðið hart dustið þið af því skrauti sem er laust svo það fari ekki út um allt. Svo er bara að skreyta gluggana með alls konar snjókornum J

Kær kveðja,

Brynja Stef