nýjustu greinarnar

7 fyrstu einkenni meðgöngu

Helduru að þú sért ófrísk?
Þungunarpróf segja til um það, en ef að þú ert komin stutt á leið kemur það oftast ekki fram á þungunarprófinu að þú sért ófrísk. Þú gætir hinsvegar fundið fyrir einhverjum einkennum sem gætu bent þér á að þú sért ósfrísk, t.d. þreyta, ógleði, tíð þvaglát og eymsli í brjóstum. Hér eru lýsingar og ráð um þessi einkenni þungunar.

1.Þreyta
Gífurleg og óútskýranleg þreyta er sennilega algengasta merkið um að þú sért ófrísk. Ef það eru líkur á að þú sért ófrísk ekki bregðast við þessari gífurlegri þreytu með að drekka mikið kaffi/koffíndrykki til að hressa þig við, heldur hlustaðu á líkama þinn, taktu því rólega og hvíldu þig vel.

2.Andúð á mat
Ef þú finnur fyrir velgju þegar þú opnar ísskápin þinn eða gengur framhjá matsölustað, þá gætiru verið ófrísk. Margar konur tala um það að þegar þær hafa svona mikla andúð á ákveðnum mat þá séu þær á fyrstu mánuðum meðgöngu.

3. Viðkvæm fyrir ákveðnum lyktum
Allskonar lyktir geta farið mjög illa í konur á fyrstu mánuðum meðgöngu. Eins og tóbaksreykur, rakspíralyktin á manninum þínum, já og eða lyktin af rúðupissinu á bílnum. Allar lyktir geta vakið upp ógleði hjá konum á meðgöngu og þá sérstaklega eru þær því viðkvæmari á fyrstu mánuðum meðgöngu.

4. Svimi og uppköst
Svimi og uppköst er sterk merki um það að þú sért ófrísk. þú getur kennt hækkandi hormónastarfsemi í líkamanum um þetta á fyrstu mánuðum meðgöngu. Sviminn og uppköstin munu líklega stoppa ekko seinna en um 19 viku. Það hormón sem veldur morgunógleðinni heitir beta-HCG og er það vísbending in um að þú sért ófrísk.
Það getur skipt máli á hvaða tíma þú borðar, ekki verða of svöng. Sumar segja að það hjálpi að vera með matarkex eða tekex á náttborðinu þínu og verður þú að fá þér það um leið og þú vaknar á morgnanna. Það á að slá á morgunógleðina. Einnig er best að borða lítið og oft yfir daginn. Sítrónu og mintu nammi getur oft slegið á ógleðina.
Vítamín getur aukið ógleðina hjá sumum konum. Ekki taka vítamínin þín á tóman maga. Konur tala um að það sé betra að taka þau með mat eða á kvöldin áður en þær fara að sofa.

5. þrútin og aum brjóst
Breytingar á brjóstunum þínum eru einnig merki um að þú gætir verið ófrísk. Oft er gott að kaupa sér þægilegan brjóstarhaldara eða ganga í íþróttartopp, þeir gefa brjóstunum meiri stuðning en brjóstarhaldarar gera.

6. Tíð þvaglát
Í byrjun meðgöngu stækkar fóstrið og þrýstir á þvagblöðruna sem veldur því að konur hafa tíðari þvaglát. Það er engin leið að koma í veg fyrir þessar tíðu klósettferðir en það getur hjálpað til að fara á klósettið áður en þú ferð að sofa, þú gætir fengið betri svefn. Samt þarftu ábyggilega að vakna að minnsta kosti einu sinni á nóttu til að fara á klósettið.

7. Finnur fyrir aukinni mæði
Konur finna oft fyrir aukinni mæði á fyrstu mánuðum meðgöngu og sumar alla meðgönguna. Fóstrið stækkar svo ört og þar af leiðandi þarf líkaminn meira súrefni í blóðið. Sumir segja því lengra sem þú ert komin á meðgöngunni því andstuttari verðuru. En þetta einkenni er ekki eitt og sér nóg til að þú vitir að þú sért ófrísk, þetta gæti líka verið útaf öðru en að þú sért barnshafandi. Talaðu við læknir ef þú finnur fyrir þessum einkennum mæði.

– Ef þú finnur fyrir aukinni mæði án þess að þú varst að hreyfa þig
- Ef þér finnst vont að anda
- Ef þér finnst vont að anda þegar þú liggur útaf.
Þetta getur verið merki um að eitthvað annað sé að en að þú sért ófrísk.

Grein eftir Denise Mann; WebMD Feuature

Guðrún H