nýjustu greinarnar

Málað á kerti

Nýja árið er gengið í garð, fullt af nýjum tækifærum fylgja og öll sú gleði, hamingja, fasæld og óendanlega margar fjölskyldustundir sem þarf að fylla af skemmtilegum athöfnum. Ég á eina dóttur sem er ný orðin 3 ára. Ég er einnig samhliða því dásamlega starfi að vera móðir hennar að læra grunnskólakennarann í HÍ. Þar sem ég eyði miklum tíma í að lesa og læra hef ég ákveðið að setja mér nýársheit, aldrei þessu vant, og heiti því að eyða meiri tíma með dótturinni þar sem við gerum sitt hvað skemmtilegt saman. Til að standa við þetta áramótaheit (það verður mjög erfitt að brjóta slíkt áramótaheit) þá ætla ég að koma með vikulega pistla um alls konar föndur, bakstur eða það sem mér dettur í hug að sé sniðugt að gera með börnunum.

Þegar ég hugsa til nýliðinna jóla fannst mér heimagerð kerti vera jólagjöfin í ár. Mikið sem það var gaman að opna einn pakkann og fá kerti með mynd af dóttur minni utan á. Þetta fékk mig til að hugsa, ég á einnig kerti þar sem búið er að setja mynd með hreindýrum, en þetta er allt með prentuðum pappír. Hvernig væri að mála bara á kertið sjálft?

Ég fór á stúfana að skoða hvernig slíkt væri framkvæmt, og komst að því að sama kertalímið og notað er til að setja undir myndina sem límd er á kertið virkar sem fínn grunnur áður en málað er á kertið. Þannig að við dóttirin eyddum smá tíma í að dúllast í að mála kerti.

Það sem þarf:

Kertalím (fæst í flestum föndurbúðum)

Akrílmálning

Penslar

Kerti að eigin vali

 

Það er auðvitað smekksatriði hvaða kerti keypt eru en ég er mjög hrifin af úrvalinu sem IKEA býður upp á. Valið að þessu sinni var kringlótt lítið kerti, það eru flestir með þessi stóru við myndirnar þannig að lítið er góð tilbreyting.

d1

Áður en byrjað er þarf að setja eina til tvær umferðir af kertalími á kertið. Það er mikilvægt að gera slíkt þar sem bæði málningin festist bæði betur við kertið og límið sjálft er eldvarið þannig að þú ættir að geta sett glimmer ef þig langaði til þess á kertið líka (Athugið að ávallt skal samt fylgjast með kertum sem búið er að kveikja á og aldrei fara frá þeim).

d3

Þegar kertalímið hefur þornað er hægt að byrja að mála með akríllitunum. Börnin geta málað sín eigin listaverk eða þú J Við ákváðum þó saman að stimpla handafari dömunnar á kertið og kom það líka svona vel út.

d4

Önnur nálgun á kertaskreytingar sem er líka skemmtileg gjöf ;) 

d2