nýjustu greinarnar

Heimatilbúinn leir

Leir, leir og meiri leir. Þetta heimili fer í gegnum leirbirgðirnar eins og engin væri morgundagurinn. Það er ekkert eins gaman fyrir litla grallara að geta búið til alls konar hluti aftur og aftur. En eins og með allan leir þá þornar hann upp á endanum og þegar mikil notkun er á honum þornar hann upp hraðar, líkt og á mínu heimili. Þar sem birgðirnar eru búnar langaði mig að nota tækifærið og búa til leir.

Uppskriftin sem ég notaði er af saltleir, það þarf að passa að geyma hann vel þannig að hann þorni ekki strax upp en á móti þá eigum við flest allt sem þarf til að búa til leirinn og það tekur ekki nema smástund, einfalt, fljótlegt og þægilegt J Ég ákvað líka að nota smá matarlit til að gera hann líkan þeim leir sem hægt er að kaupa út í búð.

Saltleir

4 bollar hveiti

1 ½ bolli salt

2 tsk olía

1 ½ bolli vatn

Matarlitir

1b

Takið allt til sem þarf, það vatnar á myndina olíu en hægt er að nota venjulega matarolíu. Ekki þarf að fara í einhverjar dýra flotta tegund, notið ódýra tegund, það virkar alveg jafn vel og sparið þessar flottu olíur í matargerðina J Þið þurfið einnig 1 stóra skál, 4 litlar skálar, 5 skeiðar og plastpoka.

 5b

 

 

 

 

 

Skiptið vatninu í 4 skálar og setjið 0,5 tsk af olíu í hverja skál. Takið matarlitina sem þið viljið nota og setjið saman við. ATH ef þið viljið sterka liti í leirnum þurfið þið að setja dálítið af matarlit, ég setti um 4 dropa og fékk pastelútgáfu af litunum. Ef þið viljið ekki lita leirinn þá einfaldlega blandið þið vökva og olíu í eina stóra skál.

 6b

 

 

 

 

 

 

Í stóru skálina blandið þið saman hveiti og salti. Hrærið vel saman.
2b

 

 

 

 

Þá kemur það skemmtilega. Setjið einn bolla af hveiti og salt blöndunni í eina skál með vökva og byrjið að hræra saman með skeið. Þegar allt er orðið þokkalega blandað saman er öllu helt á borð og hnoðað almennilega saman. Leirinn á að verða nokkuð mjúkur og auðveldur í notkun. Hnoðið í kúlu og setjið í plastpoka, passið að loka honum vel þannig að hann geymst sem allra best.

3b4b

 

Og þá er ekkert eftir en að setjast niður með gröllurunum og búa til allt sem ykkur dettur í hug. Góða skemmtun

Brynja Stef