nýjustu greinarnar

Nammidagar

Hverjum hlakkar ekki til að trítla inn í Hagkaup eða aðrar verslanir á laugardögum, grípa stóran glæran plastpoka og troðast á milli fólks til að komast í nammihillurnar? Þetta var venjan hér á þessu heimili, en þegar ég fór með dömuna mína einn laugardaginn í janúar í nammileiðangur runnu á mig tvær grímur. Ég þurfti að berjast til að komast að nammihillunni þar sem hamagangurinn var svo mikill hjá fólki að ná í þessa sérstöku mola, og það sem verra var að dóttir mín var bara fyrir þeim. Ég fylgdist með þar sem hún var að velja þá mola sem mamman átti að setja í pokann hennar, hún var fyrir! Það var gengið á hana og stigið á fætur hennar, óhætt var að segja að litla spennta hjartað hennar var svolítið sárt eftir þessa nammiferð.

Á leiðinni heim spurði hún hvort við gætum aldrei farið þangað aftur. Þessi spurning fékk mig til að hugsa, nammidagur á auðvitað ekki að snúast um að fá bland í poka sem búið er að troðast og pirrast fyrir. Nammi þarf auðvitað ekki að koma í plastpoka sem tæmist án þess að mikið sé pælt í því.

Við ákváðum því að prufa nýja aðferð þegar það kom að seinasta nammidegi, ég vildi að dóttirin sem er 3 tæki sem mestan þátt og því ekki þá að leyfa okkur að gera eitthvað flókið sem tekur tíma? Þarf allt að vera 5 mínútna redding? Alla veganna þá var samverustundin sem fylgdi þessum flókna bakstri það besta sem við hefðum geta gerð þennan laugardag. Ég ætla að deila með ykkur dásemdinni, því þó það tæki tíma að baka þá var afraksturinn svo dásamlegur, risa stórt bros útatað í kremi og stoltið að hafa bakað köku „sjálf“ er eitthvað sem hún minnist og bíður spennt eftir því sem við gerum næsta laugardag. Hér að neðan kemur skref fyrir skref hvernig við bökuðum dýrindis bollakökur með litlu sætu hjarta inn í sem sést þegar hún er skorin í tvennt, þó að við gerðum hjarta þá er hægt að gera kúlur eða hvað sem ykkur dettur í hug inn í bollakökurnar. Aðal málið er að skemmta sér og hafa gaman saman!

Það sem þú þarft:

Ljóst kökudeig (ég notaði bara pakka út úr búð, svona yellow cake)

Bollakökuform í þeirri stærð sem þú villt

Rauðan matarlit

Keilulaga pinna (einnig hægt að nota grillspjót til þess sama)

Það krem sem þú villt skreyta bollakökurnar með ásamt skrauti (finnst svo fallegt alltaf að sjá smá svona skraut ofan á, aðeins extra love í kökunum þannig)

 nam1

Allt í lagi, ég notaði kassaköku sem var keypt í búðinni og fór því eftir leiðbeiningum pakkans með það sem þurfti að bæta við, notið ykkar uppáhalds uppskrift en ég mæli með að hafa deigið ljóst. Það er hætta á að rauði liturinn verði ekki eins sýnilegur í dökku deigi.

nam4

Þegar deigið er tilbúið er byrjað á því að baka um 3 bollakökur fullar af deigi inn í ofni.

nam5nam6

Þegar þessar þrjár kökur eru tilbúnar eru þær teknar og muldar niður í skál. Setjið saman við það 2 msk af hráu deigi og rauða matarlitinn, ég var með fljótandi matarlit og því var hálft lok nóg til að fá rauðbleikan lit. Blandið öllu vel saman með skeið, það þarf að kremja deigið vel við hliðar skálarinnar með skeiðinni til að ná litnum sem jöfnustum yfir allt deigið.

nam2

Þegar búið er að blanda rauða deigið er það tekið og rúllað upp í litlar kúlur, ATH farið svolítið eftir stærð formanna sem þið eruð með, kúlan á að vera helmingi minni en hæð formsins. Svo er kúlan tekin og hún rúlluð í keilulaga form eða nokkurs konar jarðaberjaform.

nam3

Hér kemur keilulaga pinninn eða grillpinninn inn í dæmið. Stingið honum inn í endann sem er breiðari og hreyfið hann í hringlaga hreyfingum. Ef þið eruð með grillpinnann þarf að passa að búa til nokkurs konar þríhyrningsop inn í deigið.

nam7

 

Þá er komið að því að setja saman, setjið lítið magn af hráu deigi í bollakökuformin, bakið í 7 mínútur og takið þá út. Stingið rauða deiginu í miðju formsins, hér er ástæða þess að við bökum botn bollakökunnar fyrst, það styður við rauða deigið þannig að við erum viss að það sé í miðju kökunnar, svo er deig sett yfir þannig að þið sjáið ekki í neitt rautt og aftur inn í ofn í þann tíma sem þarf til viðbótar við baksturinn samkvæmt leiðbeiningum.

nam8

Þegar kökurnar hafa kólnað er ekkert eftir nema að skreyta og njóta.

Brynja Stef