DRAUMABÖRN
Velkomin á Draumabörn.is
Það var einn góðan vetrardag,
við gleymdum stund og stað,
gagntekin af nýrri veröld
sem máluð var á blað.
Við vorum stödd á skrýtnum stað,
á furðulegri strönd,
hvar fiskar höfðu bláa fætur
og í fangi blómavönd.
Bókin stækkar veröld þína
og auðgar unga sál.
Í heimi hugans eflist vitund
um okkar móðurmál,
hugmyndir og lyklar sem
þar opna nýjar dyr.
Þá hugaraflið brunar áfram
með í seglum ljúfan byr.
Degi tekur brátt að halla,
við kúrum með bók í hönd.
Laus við dagsins dægurþras,
laus við grámans bönd.
Í heimi bókar örvast andinn
og barnið finnur svar,
pabbi og mamma,
afi og amma lesa líka þar.
Bubbi Morthens